53. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. maí 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir BirgJ, kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:25
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir WÞÞ, kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Pétur H. Blöndal var fjarverandi hluta fundar vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 50. - 52. fundar voru samþykktar.

2) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 09:04
Framsögumaður málsins, Brynjar Níelsson fór yfir málið og nefndin fjallaði um það.

Samþykkt að afgreiða málið, allir með.
Brynhildur Pétursdóttir sat hjá.

3) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 11:04
Fjallað um samhliða 2. máli á dagskrá.

4) 67. mál - samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna Kl. 09:10
Formaður kynnti drög að nefndaráliti með þeirri breytingartillögu sem nefndin hefur þegar flutt við málið.

Samþykkt að afgreiða álitið með breytingartillögunni.
Allir með.

5) Eftirlit með innheimtu sekta og sakarkostnaðar. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:17
Formaður kynnti að fulltrúi ráðuneytisins sem sér um málið væri í leyfi og lagði til að hann sendi bréf fyrir hönd nefndarinnar þar sem óskað væri eftir upplýsingum um stöðu málsins hjá ráðuneytinu.

Nefndin samþykkti það.

6) Innkaupastefna ráðuneyta (2010), skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni Kl. 09:20
Formaður kynnti drög að bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig unnið hafi verið að því að mæta ábendingum Ríkisendurskoðunar og hvað hafi þegar verið gert.

Nefndin samþykkti að formaður sendi bréfið.

7) Önnur mál Kl. 09:30
Formaður tók upp „lekamálið“ svokallaða og sagði að hann teldi að málið væri alvarlegt og ekki lokið í ljósi þess sem fram hefur komið í nefndinni, á Alþingi og í frásögnum af rannsókn lögreglu. Nokkrar umræður urðu um málið og voru skoðanir skiptar. Formaður lagði til að nefndin tæki málið til umræðu síðar.

Formaður tók upp 13. mál, þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldamerkið (notkun fánans) og lagði til að nefndin flytti framhaldsnefndarálit þar sem málinu væri vísað til ríkisstjórnarinnar og að nefndarálit meiri hluta fyldi með sem fylgiskjal. Nefndin samþykkti það en Valgerður Bjarnadóttir sat hjá.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45